Ungmennum vísað af skemmtistað

Ungmennum undir 18 ára aldri var vísað út af skemmtistað á Selfossi á laugardagskvöld. Forráðamaður skemmtistaðarins verður kærður.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að forráðamaður skemmtistaðarins beri ábyrgð á að gestir undir aldri sé ekki hleypt inn á skemmtistað þar sem vín er boðið til sölu. Hann verður kærður fyrir brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Fyrri greinEkið á hjólandi dreng á gangbraut
Næsta greinTraðkað á húddi á bíl við FSu