Ungmennafélagar heimsóttu Eyrarbakka

Ungmennafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands er félag fyrrverandi kennara og starfsmanna skólans og er nýlega stofnað. Félagsmenn voru á ferð um Eyrarbakka í gær.

Fararstjóri var Eyrbekkingurinn Jón Ingi Sigurmundsson, sem lengi starfaði við skólann.

Ungmennafélagið kom á útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað og Siggeir Ingólfsson bauð upp á söl sem tekin voru á Eyrarbakkaskerjum í fyrra og verkuð á Sölvabakka á Eyrarbakka.

Menningar-Staður greindi frá þessu og birtir myndir frá heimsókninni.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 5/2015 – Úrslit
Næsta greinTík gekk lambi í móðurstað