Unglingar staðnir að búðahnupli á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af sex unglingum, öllum fæddum árið 2007, sem hnupluðu vörum úr Krónunni á Selfossi um miðjan dag í gær.

Börnin voru færð á lögreglustöðina og voru barnavernd og foreldrar barnann boðuð á stöðina, þar sem greitt var úr málunum.

Börnin fóru frjáls ferða sinna í fylgd foreldra eftir það en að rannsókn lokinni verður málið sent viðkomandi barnavernd til frekari vinnslu.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að andvirði þýfisins nemi tugum þúsunda króna.

Fyrri greinSigurður Þór hlaut Björns Blöndal bikarinn
Næsta greinAurskriða féll við Hof