Unglingar í BES koma upp skólalundi í Hallskoti

Í dag heimsóttu nemendur unglingastigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Hallskot, hvar Skógræktarfélag Eyrarbakka hefur aðstöðu og umráðaland.

Tilgangurinn var að kynnast svæðinu, taka örlítið til hendinni og að undirrita samstarfssamning. Samningurinn kveður á um að unglingastig vinni með félagin að minnsta kosti einu sinni á ári að útplöntun og aðstoð við umhirðu á skógræktarsvæðinu við Hallskot og einnig útplöntun á völdum svæðum í nágrenni Eyrarbakka og Stokkseyri.

Markmið með samningnum er að efla náttúru- og umhverfisvitund nemenda Barnaskólans, koma upp skólalundi á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Eyrarbakka, bæta skjólbeltum og gróðri í umhverfi Eyrarbakka og Stokkseyri og koma á samstarfshefðum milli skólans og skógræktarfélagsins.

Skólinn og skógræktarfélagið munu vinna saman tvisvar hvert skólaár að lágmarki. Að vori mun unglingastig BES að stoða við umhirðu og að hausti, á degi íslenskrar náttúru, munu öll aldursstig skólans sinna útplöntun.

Fyrri grein„Viðtökurnar hafa verið frábærar“
Næsta greinGrýlupottahlaup 6/2017 – Úrslit