Unglingar gómaðir við hassreykingar

Í fyrrinótt hafði lögreglan á Selfossi afskipti af sex 16-19 ára unglingum sem reyktu kannabis í heimahúsi.

Unglingunum var komið til síns heima og forráðamönnum gert viðvart um afskiptin auk þess sem barnaverndarnefnd hefur verið send skýrsla um málið.

Fyrri greinKertafleyting á Selfossi
Næsta greinKannabisræktun upprætt