Unglingadeildin Bogga heldur kynningarfund

Björgunarmiðstöðin á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kynningarfundur fyrir unglingadeildina Boggu hjá Björgunarfélagi Árborgar verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 28. september kl. 19:30 í Björgunarmiðstöðinni við Árveg 1 á Selfossi.

Allir unglingar fæddir 2006 og 2007 eru velkomnir í starfið og foreldrar eru hvattir til að koma með á kynningarfundinn.

Unglingastarfið felst í allskyns mismunandi æfingum sem tengjast útivist, jeppum, fjallamennsku, fyrstu hjálp, siglingum o.fl. Fundir verða alla miðvikudaga í vetur kl. 19:30 ásamt skemmtiferðum og unglingadeildamótum.

Fyrri greinKynningarkvöld fyrir nýja félaga
Næsta greinTeboð með hænum og listasmiðja