Ungir menn dæmdir fyrir innbrot

Tveir piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands í morgun í þriggja mánaða og þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot.

Annar pilturinn er tvítugur og var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan brotist inn í fjóra sumarbústaði í Grímsnesi og stolið þaðan ýmsum hlutum.

Hinn pilturinn er átján ára en hann braust inn í garðyrkjustöð í Reykholti í Biskupstungum og ásamt öðrum manni og stal þaðan 30 gróðurhúsalömpum.

Öll þessi innbrot áttu sér stað í desember árið 2008.