Ungir harma ákvörðun þingflokksins

Ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi harma þá ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að skipta um þingflokksformann flokksins.

Í morgun var tilkynnt að Illugi Gunnarsson tæki við formennsku í þingflokknum af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

„Það vekur furðu að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið á þessum tímapunkti að gera breytingar á þingflokksformanni, sérstaklega í ljósi þess að Suðurkjördæmið er sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins nú um stundir,“ segir í ályktun sem samþykkt hefur verið af öllum félögum ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.

Félög ungra sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi skora á þingflokkinn að endurskoða þessa ákvörðun með hliðsjón af því að nú þegar eru bæði formaður og varaformaður flokksins úr kjördæmum á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrri greinKvistar fengu fyrstu verðlaun
Næsta greinSelfoss hélt velli þrátt fyrir stóran skell