Ungarnir komnir úr eggjunum í Byko

Ungarnir nýkomnir úr eggjunum í lok apríl. Skjámynd úr vefmyndavél Byko.

Í það minnsta fjórir ungar klöktust úr eggjum í hrafnslaupnum utan á verslun Byko á Selfossi í gær.

Byko-hrafninn hefur verpt utan á versluninni frá árinu 2012 og hefur vakið mikla athygli en hægt að að fylgjast með honum í beinni útsendingu á netinu.

Hrafninn er ófeiminn við félagsskap mannsins og á það til að verpa á stöðum sem þessum, sérstaklega á Suðurlandsundirlendinu þar sem hrafnar hafa smíðað laupa í rafmagnsmöstrum, súrheysturnum og jafnvel íbúðarhúsum á Stokkseyri.

Venjulega verpir hrafninn fjórum til sex eggjum í laupinn ungarnir munu yfirgefa hreiðrið eftir um það bil fimm vikur. Það má því búast við miklu fjöri í vefmyndavélinni á næstu dögum en myndavélin verður í gangi þar til ungarnir eru flognir á brott.

Smelltu hér til að heimsækja hrafninn

Fyrri greinFramrás bauð lægst í varnargarð við Víkurklett
Næsta greinRangárþing eystra og KFR gera þjónustusamning