Undirritun samnings vegna aukinnar þjónustu

Ljósmynd/Árborg

Í gær var undirritaður samningur milli Guðmundar Tyrfingssonar (GT) og Sveitarfélagsins Árborgar þar sem tekinn verður í notkun viðbótarbíll til þess að sinna akstursþjónustu fatlaðra.

Sveitarfélagið er með því að koma til móts við fjölgun íbúa og uppfylla lögbundið hlutverk sitt gagnvart þeim notendum sem rétt eiga á aksturþjónustu í Árborg. Nýr bíll verður tekinn í notkun næstkomandi mánudag.

Við undirritun samningsins voru, frá vinstri, Heiða Ösp Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdarstjóri GT og Helena Herborg Guðmundsdóttir sölu- og markaðsstjóri GT.

Fyrri greinVinnusemi og frábær vörn
Næsta greinKlippa hár og selja föt til styrktar Sigurhæðum