Undirbúningur fyrir 17. júní gengur vel

Sveitarfélagið Árborg og Sonus ehf undirrituðu í morgun samning vegna framkvæmda við hátíðarhöld á 17. júní árin 2017 til 2019.

Sonus sér um alla skipulagsþætti hátíðarhaldanna og fær 2,5 milljónir króna samkvæmt samningnum til þess að standa undir þeim kostnaðarliðum.

Bergsveinn Theodórsson, framkvæmdastjóri Sonus, segir að undirbúningur fyrir 17. júní sé vel á veg kominn en Kolbrún Lilja Guðnadóttir hefur verið ráðinn verkefnisstjóri 17. júní í Árborg.

Bergsveinn segir að lagt verði upp með fjölbreytta fjölskyldudagskrá þar sem allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

„Það er um að gera fyrir alla sem hafa áhuga á því að koma að hátíðarhöldunum að hafa samband við Kolbrúnu Lilju á tölvupósti, kolbrunlilja@sonus.is. Þá er sama hvort um er að ræða sölubása, kynningar, gjörninga eða hvað annað sem fólki dettur í hug,“ segir Bergsveinn.

TENGDAR FRÉTTIR:
Samið við Sonus um 17. júní