Undirbúa opnun Bónusverslunar

Starfsmenn Bónus eru nú í óðaönn að raða í hillurnar og undirbúa opnun nýju Bónusverslunarinnar á Selfossi þann 12. nóvember.

Þann dag opna Bónus og Hagkaup nýjar verslanir í nýbyggingu JÁVERKS við Larsenstræti í austurbæ Selfoss.

Nýja Bónusbúðin er 1.400 fermetrar og eykst gólfpláss verslunarinnar um rúma 500 fermetra frá því sem er í núverandi verslun við Austurveg. Á milli 40 og 50 starfsmenn starfa hjá Bónus á Selfossi og verður starfsmannafjöldinn að öllum líkindum sá sami í nýju versluninni.

Að sögn Árna Hilmars Birgissonar, svæðisstjóra Bónus, verða glæsileg opnunartilboð í nýju versluninni yfir opnunarhelgina. Áður en versluninni við Austurveg verður lokað verður útsala þar, sem hefst kl. 9 þriðjudaginn 8. nóvember. Allar vörur verða þá á 30% afslætti og versluninni verður lokað í kjölfarið.

Fyrri greinGröndal, Rósinkrans og Magnús Þór gegn einelti
Næsta greinEyberg framlengir við Selfoss