Undirbúa brottflutning af gossvæðinu

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hyggst leigja tíu íbúðir á Hvolsvelli fyrir íbúa undir Eyjafjöllum sem kjósa að flytja af heimilum sínum á gossvæðinu.

Með þessu vill sveitarstjórn tryggja að fólk hafi aðgang að húsnæði í sveitarfélaginu og geti áfram búið í nágrenni við bújarðir sínar, og er einkanlega litið til fjöl­skyldufólks sem á börn á skólaaldri.

„Þetta er ákveðin varúðarráð­stöfun af okkar hálfu ef ske kynni að ástandið verður áfram svona eins og það er,“ segir Elvar Eyvindarson sveitarstjóri. Íbúðirnar sem um ræðir eru í byggingu en frágangi þeirra verður hraðað eins og mögulegt er þannig að þær verði orðnar íbúðar­hæfar fyrir haustið.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinTveggja ára afmæli á 800
Næsta greinJón Vilhjálms: Engin stóryrði – ræðum möguleikana