Undir áhrifum í umferðinni á ótryggðum bíl

Lögreglan á Selfossi handtók ökumann á Eyrarbakkavegi um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk þess sem bifreið hans var ótryggð.

Snemma á sunnudag voru höfð afskipti af ökumanni á Flúðum sem var ekki með ökuréttindi en hann hafði verið sviptur þeim fyrir nokkru.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að í síðustu viku var tilkynnt um tólf umferðaróhöpp í Árnessýslu. Engin alvarleg slys urðu á fólki en eitthvert eignatjón varð í sumum tilvika.

Fyrri greinVerðmætum verkfærum stolið úr bíl
Næsta greinFélagar sýni samstöðu í þeirri orrahríð sem framundan er