Undir áhrifum á Suðurlandsvegi

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan stöðvaði tvo ökumenn á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Annar þeirra er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hinn undir áhrifum áfengis.

Á mánudag var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður á Suðurlandsvegi og færður til blóðsýnatöku eftir að hafa svarað jákvætt í öndunarprófi fyrir áfengi. Hann reyndist jafnframt vera að aka sviptur ökurétti.

Kvöldið eftir var annar fólksbíll stöðvaður við venjubundið eftirlit á Suðurlandsvegi og er ökumaðurinn grunaður um að hafa ekið  undir áhrifum fíkniefna.

Fyrri greinLögreglan kyrrsetti dráttarbíl
Næsta greinKærður fyrir hraðakstur í vistgötu