Undir áhrifum á stolnum bíl

Lögreglumenn stöðvuðu akstur bifreiðar í Hveragerði í gærkvöldi en í bifreiðinni var par sem sýnilega var undir áhrifum fíkniefna. Við leit á þeim fundust kannabisefni en fólkið var handtekið og fært á lögreglustöð.

Þar kom í ljós að bifreiðinni hafði verið stolið á höfuðborgarsvæðinu og búið að setja á hana önnur skráningarmerki en áttu að vera á henni. Parið dvelur í fangageymslu á meðan frekari rannsókn fer fram.

Fyrri greinFannar Ingi sigraði á sterku unglingamóti
Næsta greinDagbók lögreglu: Velti ótryggðum bíl