Fréttir Undir áhrifum á ofsahraða 21. október 2013 16:19 Um kl. 22 í gærkvöldi var átján ára karlmaður stöðvaður á 169 km/klst hraða á leið vestur Suðurlandsveg í Hveradölum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.