Undanfari Kínaferðar í Selinu á Stokkalæk

Á annan í hvítasunnu, mánudaginn 28. maí 2012, munu þau Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari halda tónleika í Selinu á Stokkalæk.

Eru þeir og tónleikar í Reykholtskirkju í Borgarfirði þremur dögum síðar undanfari tveggja vikna tónleikaferðar þessara frábæru listamanna til Kína í júnímánuði. Tónleikarnir á Stokkalæk hefjast kl. 16 og eru miðapantanir í síma 4875512 og 8645870.

Bæði hafa þau Selma Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran gefið út hljómplötur og geisladiska, ein sér eða með öðrum. Saman hafa þau gefið út tvo geisladiska, Elegíu 1996 og Gunnar og Selma 2004.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.