Umtalsverð aukning á fæðingardeildinni

Árið 2017 fæddust 72 börn, 37 drengir og 35 stúlkur á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Árið áður fæddust 58 börn á fæðingardeildinni á Selfossi þannig að aukningin á milli ára er 19,4 prósent.

Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að sveiflurnar geti verið miklar frá ári til árs.

„En þessi sveifla er afar ánægjuleg þar sem hún er upp á við,“ bætir Sigrún við.

Fyrri greinÍris framlengir samning sinn
Næsta greinÁsta og Sandra Dís: Framkvæmdir við skóla á Selfossi