
Umhverfisverðlaun Árborgar voru veitt í gærkvöldi og fór verðlaunaafhendingin fram á undan sléttusöngnum í Sigtúnsgarði.
Fallegasta fyrirtækið er Húsasmiðjan við Larsenstræti 6. Stjórnendur þar eru Sverrir Einarsson og Guðrún María. Húsið var tekið í notkun haustið 2023 og var mikill metnaður settur í að hafa allt hið glæsilegasta, bæði hús og lóð.

Fallegasti garðurinn er Austurvegur 29 á Selfossi og þar búa Gísli Þór Guðmundson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir. Þessi garður hefur vakið mikla athygli fyrir fallegt umhverfi og glæsilegar skreytingar á hverju ári. Garðurinn var nýlega valin fallegasti garður Íslands af lesendum Vísis.

Fallegasta fjölbýlið er Austurvegur 55-57 á Selfossi en þar eru 27 íbúðir. Formaður húsfélagsins er Jón Bjarnason. Húsið var byggt 2021 og er allur frágangur til mikils sóma og lóðin skemmtileg og vel hirt svo eftir er tekið.

Að lokum var umhverfisviðurkenning Árborgar veitt og hana hlýtur heilsubótarganga Félags eldri borgara á Selfossi sem gengur um og plokkar. Ágústa Guðlaugsdóttir stendur fyrir göngunni og með henni eru konur, mismargar sem plokka með henni. Þær fara í gönguna á hverjum degi og hafa séð um að halda austurhluta Selfossbæjar hreinum og líka þar sem þær ganga um hverju sinni og sjá rusl. „Það er ómetanlegt að eiga þessar konur sem hugsa svona vel, bæði um heilsuna og að fegra bæinn sinn,“ segir í greinargerð umhverfisnefndarinnar.

Á föstudaginn voru veitt verðlaun fyrir fallegustu götuna í Árborg, sem var Birkigrund. Nánar um það hér.
