Umhverfisverðlaun Árborgar til MS

Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á Degi umhverfisins á sunnudag. Í ár komu þau í hlut MS Selfossi.

MS Selfossi fær viðurkenningu fyrir skýra markmiðssetningu í umhverfismálum og gæðastjórnun, jafnframt fyrir að stjórnendur MS Selfossi gera sér ljósa grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem tengjast starfsemi fyrirtækisins og eru umhverfismál með mikilvægustu forgangsmálum í rekstri þess.

Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri MS Selfossi, tók við verðlaununum og sagði þau hvatningu fyrir fyrirtækið að halda ótrauð áfram í að hafa umhverfismálin í hávegum og bæta bæði gæði og þjónustu með umhverfi og náttúru að leiðarljósi.

Fyrri greinBannsvæðið minnkað
Næsta greinListi sjálfstæðismanna tilbúinn