Umhverfisverðlaun á fimm staði

Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra voru afhent aí síðustu viku. Verðlaunin fóru á fimm staði en umhverfisnefnd skoðaði fjölmarga garða á Hellu og sveitabæi þar í kring.

Hótel Rangá fékk verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið, Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason á Árbakka fengu verðlaun fyrir snyrtilegasta lögbýlið, Guðný Rósa Tómasdóttir og Bjarni Jóhannsson, Heiðvangi 9 á Hellu fengu verðlaun fyrir snyrtilegasta garðinn og loks fengu bæirnir Nefsholt hjá Olgeiri Engilbertssyni og Guðnýju Finnu Benediktsdóttur og Nefsholt 1 hjá Engilbert Olgeirssyni og Rán Jósepsdóttur verðlaun fyrir einstaklega snyrtileg býli.

Hótel Rangá verður með opið hús hjá sér dagana 11. til 15. ágúst frá 12:00 til 15:00 og allir eru velkomnir að banka upp á hjá Huldu og Hinriki á Árbakka til að skoða hrossaræktarbúið þeirra, þau segja að þar sé alltaf einhver heimavið.

Fyrri greinKristjana og Ragnheiður með tónleika í Tryggvaskála
Næsta greinVínylplötunni fylgir ákveðinn sjarmi