Umhverfisvænni bílafloti hjá Selfossveitum

Í síðustu viku fengu Selfossveitur afhentan rafbíl af gerðinni Nissan e-NV200. Bíllinn var keyptur hjá IB ehf á Selfossi.

Um er að ræða fyrsta rafbílinn í eigu sveitarfélagsins og er þetta liður í að gera bílaflotan umhverfisvænni.

Á næstu árum er stefnt að því að skipta út bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, yfir í bíla sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum.

Einnig er unnið að því að gera hleðslustöðvar fyrir rafbílar aðgengilegar í sveitarfélaginu en Selfossveitur fengu á dögunum styrk frá Orkusjóði til uppsetningar á fimm 22kW hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Árborg. Styrkupphæðin nemur 50% af áætluðum kostnaði við verkefnið, eða rúmum 3,7 milljónum króna.

Stefnt er að því að hleðslustöðvarnar verði komnar í notkun á næsta ári, þrjár á Selfossi, ein á Eyrarbakka og ein á Stokkseyri.

Fyrri greinFólk tilkynni grunsamlegar mannaferðir til lögreglu
Næsta greinSuðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss