Umhverfisstefna Árborgar til kynningar

Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrir umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar liggja nýjustu drög að umhverfisstefnu sveitarfélagsins, sem hefur verið til vinnslu í nefndinni í samstarfi við Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing.

Nefndin hefur ákveðið að kynna umhverfisstefnuna fyrir íbúum Árborgar og gefa íbúum færi á að koma með athugasemdir og ábendingar.

Drögin eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins en frestur til að koma með athugasemdir og ábendingar rennur út 4. maí nk. Þær er hægt að senda á netfangið mannvirkja.umhverfissvid@arborg.is.

Umhverfisnefnd Árborgar mun síðan taka ábendingar og athugasemdir sem berast nefndinni fyrir á næsta fundi sínum, þann 6. maí, áður en umhverfisstefnan verður lögð fyrir til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

Fyrri greinForsetahjónin í sunnudagsbíltúr til Víkur
Næsta greinFerðaþjónusta til framtíðar