Umhverfis Suðurland: Úrgangsmál í brennidepli

Síðastliðið haust voru haldnir samráðsfundir um umhverfis- og auðlindamál víðsvegar um Suðurland þar sem úrgangsmál voru í brennidepli.

Úrgangsmál taka almennt til sorpmála og meðhöndlun sorps. Í dag gera íbúar og fyrirtæki kröfu um að geta flokkað meira og samræmt en aukin vitund er um úrgangsmál og þau verðmæti sem liggja í úrgangi almennt.

Í kjölfar samráðsfundanna var samþykkt á ársfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga að ráðast í verkefnið Úrgangsmál og meðferð úrgangs á Suðurlandi. Verkefnið er áhersluverkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands og hefur Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisfræðingur verið ráðin sem verkefnastjóri með sérfræðiþekkingu en verkefnið er á byrjunarreit.

Sunnlendingar eru hvattir til að kynna sér umhverfismálin og taka þátt á heimasíðu verkefnisins.

Fyrri greinMilljarður rís – Dansveisla í Iðu
Næsta greinGýgjarhólskot afurðahæsta sauðfjárbúið