Umhverfisþing í Bláskógabyggð

Sveitarstjórn og umhverfisnefnd Bláskógabyggðar ætla að halda umhverfisþing næstkomandi föstudag, 20. mars, og hefst það kl 14 í Aratungu.

Fyrirlesarar verða Kristófer Tómasson sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Herdís Friðriksdóttir, verkefnisstjóri á Sólheimum og Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari.

Undirbúningsnefnd þingsins vonast til að sem flestir íbúar Bláskógabyggðar mæti og hafi áhrif á stefnu síns sveitarfélags í umhverfismálum.

Fyrri greinRangárþing ytra lætur telja ferðamenn
Næsta greinKóf og takmarkað skyggni undir kvöld