Umhleðslustöð endurskoðuð

Nýr meirihluti í bæjarráði Árborgar ætlar að taka umhleðslustöð á gámasvæði Árborgar til endurskoðunar „þegar reynsla er komin á starfsemina.“

Fyrir kosningar fóru sjálfstæðismenn framá að umhleðslustöð færi í grenndarkynningu en stöðin var tekin í notkun í sumar.

„Sorpmál sveitarfélagsins þurfa stöðuga endurskoðun og við munum skoða málið í vetur,“ sagði Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, í samtali við Sunnlenska, spurður hvort til stæði að loka umhleðslustöðinni.

„Það er í gildi samningur milli sveitarfélagsins og Sorpstöðvar Suðurlands. Þess vegna er mikilvægt að við fylgjumst með starfseminni.“

Fyrri greinHundar þefuðu uppi dóp
Næsta greinEkið á stúlku á Flúðum