Umgöngumst flugelda með gát

Flugeldar eru stór þáttur áramótanna hér á landi og margir geta ekki hugsað sér tímamótin án þeirra. Flugeldarnir eru þó ekki hættulausir en algengast er að fólk brenni sig þegar það umgengst þá.

Hiti sjóðandi vatns er 100°C en þegar flugeldum er skotið upp geta þeir gefið frá sér hita á bilinu 800 til 1200°C. Leiðbeiningarnar á flugeldum taka mið af þessari hættu og því skiptir öllu máli að fara eftir þeim í hvívetna. Flest slysin stafa af því að fólk ber sig ekki rétt að og notar ekki þann sjálfsagða hlífðarbúnað sem flugeldagleraugu og skinn- eða ullarhanskar eru.

Í tilkynningu frá VÍS segir að fikt með flugelda sé nokkuð algengt hjá unglingsstrákum og mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um það. Alvarlegir áverkar hafa orðið við þá iðju þegar hlutir springa í höndum þeirra og ekki nema tæp þrjú ár síðan að ungur maður lést hér á landi þegar hann var að búa til sína eigin rörasprengju sem á í raun ekki neitt skylt við flugelda nema að púðrið er tekið úr þeim og jafnvel einhverju bætt við.

Leiðbeiningar VÍS

Fyrri greinMissti af SMS-i um innbrotið
Næsta greinJóhanna Bríet kosin Sunnlendingur ársins