Umferðin gekk vel um helgina

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Umferðin á Suðurlandi gekk heilt yfir vel um liðna helgi þrátt fyrir mikla umferð. Meðal annars var Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka, landsmót fornbílamanna á Hvolsvelli og Humarhátíð á Höfn í Hornafirði.

Fjölmennt var á flestum tjaldsvæðum enda veður með ágætum. Ljóst er að ferðahugur er kominn í marga og þannig var umferð á Suðurlandsvegi um Hellisheiði um 14.500 bílar á laugardag og sunnudag. Rúmlega 6.000 bílar fóru um Suðurlandsveg austan Hellu sömu daga og um Mýrdalssand fóru um 2.200 bílar síðastliðinn sunnudag. Þann dag fóru um 1.200 bílar um teljara Vegagerðarinnar á Suðurlandsvegi við Jökulsárlón.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinRæktó borar í Skagafirðinum
Næsta greinHægt að gera margt skemmtilegra við peningana en að borga sektir