Umferðarteppa við Reynisfjall

Það var ekki þverfótað fyrir bílum í vandræðum við Grafarhól í dag. Ljósmynd/Aðsend

Fjöldi ökumanna lenti í vandræðum í Mýrdalnum í ófærðinni í dag. Eins og oft áður var ástandið verst í Víkinni, austan við Reynisfjall fyrir ofan Víkurþorp.

Um miðjan dag var Suðurlandsvegi lokað milli Hvolsvallar og Víkur og mannaði björgunarsveitarfólk lokunarpósta við Markarfljót og Vík en samkvæmt Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru ekki nein önnur verkefni færð til bókar á þessu svæði.

Vegurinn hefur verið opnaður aftur en ennþá er lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Skaftafells.

Fyrri greinÖkumenn í vandræðum við Þingvelli
Næsta greinAllt liðið komst á blað