Umferðartafir vegna slyss við Lómagnúp

Lögreglan við Lómagnúp. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan er nú við vinnu á vettvangi umferðarslyss á Suðurlandsvegi við Lómagnúp.

Í fyrstu var talið að ökumaður sem var einn á ferð í bíl sem valt út af vegi væri mikið slasaður en við athugun reyndust meiðsl hans mun minni en tilkynningin hljóðaði upp á.

Umferð um svæðið er nú stýrt af lögreglu um aðra akrein vegarins og verða því einhverjar tafir þar.

Fyrri greinEnnþá hrunhætta í Reynisfjöru
Næsta greinTveir nýir veirusjúkdómar greindir á Rangárbúinu