Umferðartafir vegna áreksturs við Skóga

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fólksbíll og olíuflutningabíll lentu í árekstri á tólfta tímanum í morgun á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Skógum.

Viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi og búast má við einhverjum umferðartöfum.

Fjórir voru í fólksbílnum og slösuðust tveir þeirra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn en síðan snúið við.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Fyrri greinÁ hátt í 100 kjóla
Næsta greinMaríumessa og lokatónleikar í Strandarkirkju