Umferðarslys að Fjallabaki

Ljótipollur, séð til suðurs. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Tveir voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi eftir umferðarslys á Fjallabaksleið nyrðri í nágrenni við Ljótapoll í hádeginu í dag.

mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út til að flytja hina slösuðu til móts við sjúkrabíl.

Viðbragðsaðilar af Suðurlandi ásamt björg­un­ar­sveitum á há­lendis­vakt Landsbjargar í Land­manna­laug­um voru kallaðir á vettvang. Þeir slösuðu voru komnir um borð í sjúkrabíl um klukkan 14.

Fyrri greinBænastund í Prestsbakkakirkju
Næsta greinAlexander til liðs við Framara