Umferð veitt um hjáleið í Ölfusinu

Ljósmynd/Vegagerðin

Suðurlandsvegi verður lokað á morgun milli Gljúfurholtsár og Varmár í Ölfusi vegna breikkunar hringvegarins á þessum kafla. Vegurinn verður lokaður til 15. september en hjáleið verður um bráðabirgðaveg.

Merkt hjáleið verður um bráðabirgðatengingar af hringveginum yfir á Ölfusveg austan við Varmá og til móts við Friðarminni rétt vestan við Gljúfurárholtsá. Jafnframt verður opnað fyrir innansveitarumferð um Ásnesveg, þótt hann sé ekki enn frágenginn með bundnu slitlagi.

Nú er verið að vinna að breikkun 1. áfanga Suðurlandvegar í Ölfusi en Vegagerðin vonast til að hægt verði að bjóða út næsta áfanga verksins í haust, sem mun þá ná að Biskupstungnabraut.

Fyrri greinAllt of seinn á hótelið á 164 km/klst hraða
Næsta greinHamar afgreiddi Fenri í seinni hálfleik