Umferð takmörkuð í Dyrhóley

Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur tekið þá ákvörðun að takmarka umferð um friðlandið Dyrhólaey til 25. júní milli 19:00 og 9:00.

Takmörkunin tók gildi síðastliðinn laguardag. Umferð um friðlandið er heimil utan tilgreinds tíma á Lágey og Háey innan merktra göngustíga og akvega.

Takmarkanir á umferð eru settar til verndar fugla yfir þeirra varptíma. Ákvörðun um takmörkun umferðar um friðlandið Dyrhólaey er byggð á skýrslum fuglafræðings á athugun fuglalífs í Dyrhólaey og reynslu umsjónaraðila svæðisins síðustu ára. Umhverfisstofnun minnir á að næturdvöl er almennt ekki heimiluð innan friðlandsins og flug flygilda er háð leyfi frá stofnuninni.

Umhverfisstofnun hvetur gesti friðlandsins til að ganga vel um svæðið, bera tillit til náttúrunnar og njóta útiverunnar.

Fyrri greinEitt smit til viðbótar í Þorlákshöfn
Næsta greinÓk á rafmagnskassa og lét sig hverfa