Umferð takmörkuð í Dyrhólaey

Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur tekið þá ákvörðun að takmarka umferð um Dyrhólaey frá 1. maí til 25. júní milli kl. 9:00 og 19:00.

Þá verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum. Á næturnar er friðlandið lokað frá kl. 19:00 til 9:00.

Frá 25. júní kl. 9:00 verður friðlandið opið allan sólarhringinn. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar skýrslu fuglafræðings á árlegri athugun á stöðu fuglalífi í Dyrhólaey og með tilliti til verndunar fuglalífs á varptíma.

Fyrri greinEldur í sinu við Laugarvatn
Næsta greinBorgarverk bauð lægst í Hamarsveg