Umferð hleypt á nýju Stóru-Laxárbrúna

Nýja brúin yfir Stóru-Laxá. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Umferð var hleypt á nýju brúna yfir Stóru-Laxá eftir hádegi í gær en stefnt er að formlegri vígslu hennar þann 13. júlí næstkomandi.

Nýja brúin er tvíbreið, 145 m löng í fjórum höfum. Gamla brúin, sem er einbreið, mun standa áfram og þjóna hestamönnum.

Vegagerðin skrifaði undir verksamning við Ístak í september 2021 og var áætlað að brúin yrði tilbúin þann 30. september í fyrra. Brúarsmíðin tafðist hins vegar af ýmsum ástæðum og var meðal annars byggður upphitaður skáli yfir brúna í janúar síðastliðnum svo hægt væri að steypa brúargólfið. Í sömu viku gerðu vatnavextir brúarsmiðum erfitt fyrir en grafa þurfti veginn við brúarstæðið í sundur til að veita hlaupvatni framhjá.

Fyrri greinGul viðvörun á þriðjudag
Næsta greinHamar komst lítið áleiðis