Umferðartafir við Skarphól

Búast má við þó nokkrum umferðartöfum á Suðurlandsvegi við Skarphól austan við Dyrhólaveg, vegna flutningabifreiðar sem er þar út af veginum.

Unnið verður við að ná bifreiðinni upp næstu klukkustundirnar og er reiknað með að það verk taki eitthvað fram á morguninn, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Snjóþekja eða hálka og einhver snjókoma er á öllum leiðum á Suðurlandi.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir við Kvísker að Öræfum en snjóþekja eftir það að Vík. Hálka og éljagangur er á Reynisfjalli og snjóþekja undir Eyjafjöllum.

Fyrri greinKiriyama með Ensími á Faktorý
Næsta greinStórleikur í Vallaskóla í kvöld