Umferð minnkar um 22%

Mikill samdráttur er í umferð yfir Hellisheiði milli ára. Í nýjum tölum Vegagerðarinnar kemur fram að 22% færri bílar fóru um veginn í maí miðað við sama mánuð í fyrra.

Sé litið á þróunina eftir landshlutum kemur í ljós að samdrátturinn milli mánaða er mestur á Suðurlandi eða 19,9%, 15,1% á Vesturlandi, 13,4% á Norðurlandi, 12,7% á Austurlandi og 4,5% á höfuðborgarsvæðinu.

Sé litið til uppsafnaðs aksturs frá áramótum er samdrátturinn ívið minni eða 17,8% á Suðurlandi, 10,3% á Vesturlandi, 7,4% á Norðurlandi, 6,5% á Austurlandi og 6,2% á höfuðborgarsvæðinu, þar sem aksturinn raunar eykst.

Miðað við spá Vegagerðarinnar stefnir í samdrátt á árinu sem nemur 8-9 prósentum. Það er metsamdráttur síðan 1975 og er þrisvar sinnum meiri samdráttur en hann hefur orðið mestur áður.

Fyrri greinSelfoss áfram í bikarnum
Næsta greinSkruggudalur opnaður á Stokkseyri