Umferð gekk vel um helgina

Mikil umferð var um Árnessýslu um hvítasunnuhelgina og gekk hún vel en lögreglan viðhafði mikið eftirlit.

Lögreglumenn héldu uppi umferðareftirliti á helstu þjóðvegum sýslunnar, m.a. í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Gæslan lagði til þyrlu sem var flogið vítt og breitt um sýsluna og nærliggjandi sýslu.

Í gær voru lögreglumenn á Suðurlandsvegi við Skeiðavegamót og höfðu þar tal af yfir 100 ökumönnum. Lögreglumennirnir voru einstaklega ánægðir með hve mikla ábyrgð ökumenn sýndu með því að vera með ökutæki sín í góðu lagi sem og eftirvagna.

Eins og þetta byrjar eru lögreglumenn mjög bjartsýnir með framhaldið í sumar að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Aðeins vantaði upp á eitt atriði hjá sumum og það var að hafa ekki ökuskírteini meðferðis og er skorað á alla ökumenn að muna eftir því.

Fyrri greinNeyðarskilaboð send í farsíma við Vík
Næsta greinUmferðartafir á Ölfusárbrú