Umferð gæti komist á um helgina

Brúarsmíðin við Múlakvísl hefur gengið það vel að nú er reiknað með að hægt verði að hleypa umferð á brúna á laugardag eða sunnudag.

Eftir að búið verður að veita ánni undir nýju bráðabrigðabrúna, sem gert verður síðdegis í dag verður staðan metin með tilliti til þess hvenær hægt verður að hleypa umferð á brúna og opna þar með Hringveginn að nýju.

Tímasetningar á þessari opnun verða ekki endanlegar fyrr en í fyrramálið.

Fyrri greinVarðstjóri sýknaður af ákæru
Næsta greinÖruggt gegn Völsungi