Umferðartakmarkanir verði felldar úr gildi

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps krefst þess að takmarkanir á umferð um þjóðgarðinn á Þingvöllum verði felldar úr gildi þar sem ekki hafi verið leitað eftir umsögn sveitarstjórnar um málið.

Í lögum er kveðið á um það að sveitarstjórnir gefi umsögn um takmarkanir af þessum toga.

Sveitarstjórnin gerir einnig athugasemdir við að umræddar takmarkanir eigi við um akstur vöru- og flutningabíla en ekki öxulþunga eins og hefð sé fyrir.