Umferðartafir vegna slyss við Virkisá

Viðbragðsaðilar eru nú á leið á vettvang slyss sem varð þegar fólksbíll og smárúta rákust á við Virkisá í Öræfum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru allir eru lausir úr bílum og uppistandandi ef marka má fyrstu upplýsingar af slysstað og virðast meiðsli fólks ekki alvarleg við fyrstu sýn.

Gera má ráð fyrir einhverjum truflunum á umferð vegna þessa en lögreglan mun gefa nánari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.

Fyrri greinBoð frá neyðarsendi að Fjallabaki
Næsta greinMaðurinn fannst heill á húfi