Umferðartafir í Kömbum

Í dag er verið að fræsa og malbika í Kömbum á Hellisheiði. Búast má við smávægilegum töfum þar sem þrengt er að umferð.

Þá er verið að koma fyrir stálræsi/undirgöngum undir Hringveg á Hellisheiði á móts við gatnamótin inn á Gígahnúksveg. Umferð er hleypt um hjáleið og er umferðarhraði tekinn niður í 50 km/klst.

Fyrri greinÞingað um framtíð ungmennafélaganna
Næsta greinSelfoss með tvö lið í efstu deild