Umferðartafir í Hrunamannavegi

Vegna úrhellisrigningar í Hrunamannahreppi verður að reka safnið sem kemur af Hrunamannaafrétti eftir þjóðveginum frá Tungufelli að Hrunaréttum í dag.

Áætlað er því að það verði truflanir á umferð á Hrunamannavegi milli kl. 11-18 í dag og vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát.