Umferðartafir á Ölfusárbrú

Vegna ástandsskoðunar á Ölfusárbrú verður lokað fyrir umferð þar af og til yfir nóttina tvær næstu nætur. Vegagerðin er að rannsaka hvort tæring sé komin í burðarkapla brúarinnar.

Lokunin stendur yfir í um 20 mínútur í senn, frá kl. 23 til kl. 6 að morgni.

Eins og sunnlenska.is hefur greint frá vann Efla verkfræðistofa skýrslu þar sem fram kemur að ummerki séu um tæringu og slitna strengi í köplum og að núverandi brotöryggi sé orðið óásættanlegt.