Umferðartafir á Hellisheiði

Miðvikudaginn 16. september verður unnið að fræsingu og malbikun á Hellisheiði. Umferðartafir verða á þessum vegkafla á meðan framkvæmdum stendur.

Um tíma verður Þrengslavegur lokaður fyrir umferð frá Reykjavík en á sama tíma verður opið yfir Hellisheiði. Umferðinni verður stýrt á meðan á þessu varir.

Áætlaður verktími er frá kl: 09:00 til 19:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát á vinnusvæði.

Fyrri greinElína Hrund skipuð sóknarprestur í Odda
Næsta grein90% nemenda geti lesið sér til gagns árið 2018