Umferðartafir á Austurvegi

Á Austurvegi á Selfossi, frá Tryggvatorgi að Langholti, er fyrirhuguð vinna við malbikun í dag.

Verkinu ætti að vera lokið síðdegis. Einhverjar þrengingar verða á meðan framkvæmd stendur og tímabundin truflun á umferð.

Þá er unnið að fyllingum við brú yfir Sporðöldukvísl og því er umferð á um fjögurra kílómetra kafla á vegi nr. 26 ofan Hrauneyja beint á hjáleið um Hrauneyjafossstöð fram til 10. október.