Umferðaröngþveiti við Bröttufönn

Töluverður fólksfjöldi var staddur á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi þegar sunnlenska.is var á ferðinni þar í kvöld. Yfir 100 farartæki voru á svæðinu um kl. 20 í kvöld.

Það var mikið sjónarspil að sjá til eldgossins í kvöldsólinni og krafturinn í gosinu jókst nokkuð þegar leið á kvöldið.

Að sögn björgunarsveitarmanna sem sunnlenska.is ræddi við fór allt vel fram á svæðinu þó að jaðraði við umferðaröngþveiti við helstu útsýnisstaðina.

Björgunarsveitarmenn höfðu þó áhyggjur af fólki sem fór óvarlega við glóandi hraunjaðarinn en það væri sem betur fer mikill minnihluti gesta á svæðinu.

Fyrri greinDæmdur fyrir innbrot í tugi bíla á Selfossi
Næsta greinRænulausir Selfyssingar rönkuðu við sér í seinni hálfleik