Umferð hleypt á nýja brú yfir Múlakvísl

Í dag, 9. júlí, eru þrjú ár síðan gamla brúin yfir Múlakvísl eyðilagðist í skyndilegu jökulhlaupi. Um síðustu mánaðarmót var umferð hleypt yfir nýju brúna.

Framkvæmdin er nokkuð á undan áætlun en til stóð að taka nýju brúna í notkun í september næstkomandi. Framkvæmdinni er þó ekki lokið en vegna þeirra er umferð ennþá beint um hjáleiðir á vinnusvæðinu. Vegfarendur er beðnir að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar.

Brúin var byggð á þurru og uppfyllingu mokað að henni. Hún er um 160 metra löng og 10 metra breið. Stöplarnir eru sex, tveir landstólpar og fjórir úti í fljótinu. Kostnaður við verkið er um 1 milljarður króna en verktakafyrirtækið Eykt sá um framkvæmdina.
Ekki liggur fyrir hvenær brúin verður formlega vígð en það verður væntanlega gert síðsumars.
Fyrri greinBæjarstjórinn með 1,1 milljón á mánuði
Næsta greinVíðir ráðinn knattspyrnustjóri Hamars